Skólasetning kl. 18 í dag

31. ágúst 2010 | Fréttir

 

 

 

Tónlistarskóli Ísafjarðar verður settur í 63.sinn í dag, þriðjudaginn 31.ágúst kl. 18 í Hömrum.

Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri segir frá innritun og vetrarstarfinu og Hulda Bragadóttir aðstoðarskólastjóri flytur hugleiðingu. Einn af fyrrverandi nemendum skólans, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, leikur tvö lög á harmónikku. Helga lauk B.Mus.prófi frá Listaháskóla Íslands sl.vor og er nú á leið í framhaldsnám erlendis. Einnig mun Sig .Friðrik Lúðvíksson gítarkennari leika á eitt af þjóðarhljóðfærum Búlgara, tambura, en Sig..Friðrik er einmitt nýkominn heim eftir ársdvöl við tónlistarnám í tónlistarakademíunni í Plovdiv.

Allir nemendur, foreldrar og velunnarar skólans eru velkomnir og hvattir til að mæta.

 

Myndin var tekin á skólasetningu TÍ haustið 2009.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur