Skólasetning á miðvikudag 2.sept.

27. ágúst 2009 | Fréttir

Skólasetning Tónlistarskóla Ísafjarðar hefur verið færð til miðvikudagsins 2.september kl. 18 í stað mánudagsins 31.ágúst eins og fyrirhugað var.  

Tónlistarkennarar geta ekki skipulagt sína kennslu fyrr en stundatöflur í öðrum skólum eru komnar algjörlega á hreint og er oft flókið að púsla þessu saman.  Þá er enn eftir að innrita nemendur í útibúum skólans á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri en það verður gert strax eftir helgi.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is