Skólasetning Tónlistarskóla Ísafjarðar

24. ágúst 2021 | Fréttir

Tónlistarskóli Ísafjarðar settur.  Bergþór Pálsson skólastjóri setti skólann mánudaginn 23. ágúst. Tríóið Hljómórar flutti nokkur lög og gestir tóku hraustlega undir í Ó blessuð vertu sumarsól og Í faðmi fjalla blárra.

Skólasetningarræða 2021

Tríóið Hljómórar flutti Ó blessuð vertu sumarsól og Haustbæn (ljóð: Svanhildur Garðarsdóttir, lag: Jóngunnar Biering) við skólasetninguna. F.v. Svanhildur Garðarsdóttir, Rúna Esradóttir og Jóngunnar Biering.

 

Bergþór talaði um reynslu af covid, þakklæti og mikilvægi Tónlistarskólans. Þá stjórnaði hann fjöldasöng í Einu sinni á ágústkvöldi og Í faðmi fjalla blárra.

 

 

Bergþór setur Tónlistarskóla Ísafjarðar