Skólasetning 2019-2020

20. ágúst 2019 | Fréttir

Heil og sæl nemendur, foreldrar og forráðamenn

Kennarar eru felst allir mættir til leiks og eru að hefja undirbúning.

Stundatöflugerð getur tekið nokkurn tíma og er best að hafa samband við viðkomandi kennara um sérstakar óskir og slíkt. Netföng starfsmanna má finna á hér á heimasíðu skólans.

Verið er að svara nýjum umsóknum en biðlisti hefur myndast á trommur, gítar og píanó.

Skólasetning verður í Hömrum kl 18:00, fimmtudaginn 22. ágúst

Kennsla hefst föstudaginn 23. ágúst