Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar heldur hádegistónleika í Grunnskólanum á Ísafirði kl. 12:40 fimmtudaginn 14.apríl. Tónleikarnir verða í anddyri Grunnskólans við Aðalstræti. Á dagskránni eru nokkur vinsæl popplög, eftir meistara á borð við Michael Jackson, Bobby McFerrin og AHA hljómsveitina. Skólalúðrasveitin er núna skipuð 18 grunnskólanemum á ýmis hljóðfæri, og stjórnandi er Madis Maeekalle.

Allir eru velkomnir.

 

Myndin var tekin á hádegistónleikum Skólalúðrasveitarinnar sl. haust.