Skólalúðrahljómsveit Tónlistarskólans kom, sá og sigraði á skólalúðrasveitamóti í Hörpu um helgina, eina sveitin frá landsbyggðinni. Sveitin var skipuð hljóðfæraleikurum á öllum aldri og tæpir sex áratugir á milli yngsta og elsta hljóðfæraleikarans. Fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar á höfuðborgarsvæðinu komu til liðs við sveitina. Madis stjórnandi sveitarinnar hefur verið vakinn og sofinn yfir Skólalúðrasveitinni þau tuttugu ár síðan hann tók við henni og sannaði hér enn og aftur hverju er hægt að áorka þegar eldmóður, ósérhlífni og léttleiki einkennir vinnu á borð við þessa. Við erum mjög stolt af fagmannlegu framlagi sveitarinnar á mótinu, sem einkenndist af einbeitingu og samhug.