Skólakór Tónlistarskóla Ísafjarðar vakti athygli á Lokahátíð Nótunnar í Eldborg sunnud. 14.apríl fyrir afburða hreinan og fagran söng, eins og Arna Kristín Einarsdóttir, formaður dómnefndar komst að orði. Kórinn keppti í samleik/samsöng í miðstigi og hlaut að launum eina af 9 viðurkenningum NÓTUNNAR.
Skólinn er skipaður 14 ungmennum á aldrinum 13-20 ára, en 13 þeirra sungu á tónleikunum í gær. Stjórnandi er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.
Kórfélagarnir eru:
Agnes Ósk Marzellíusardóttir
Anna Þuríður Sigurðardóttir
Arnheiður Steinþórsdóttir
Áslaug Aðalsteinsdóttir
Birta Rós Þrastardóttir
Brynja Sólrún Árnadóttir
Hekla Hallgrímsdóttir
Hilda María Sigurðardóttir
Katrín Björk Guðjónsdóttir
Kristín Harpa Jónsdóttir
Melkorka Ýr Magnúsdóttir
Pétur Ernir Svavarsson
Sigríður Salvarsdóttir
Sunna Karen Einarsdóttir
Þau stunda öll eða hafa stundað tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Kórinn og félagar hans hafa verið áberandi í tónlistarlífi Ísafjarðar á undanförnum misserum.
Kórinn söng verkið GLORIA eftir danska tónskáldið Michael Bojesen, án undirleiks, af miklu öryggi og að sjálfsögðu allt utanbókar.