Skertur kennslutími

24. ágúst 2009 | Fréttir

Vegna niðurskurðar fjárveitinga Ísafjarðarbæjar til tónlistarkennslu hefur verið gripið til ýmissa sparnaðarráðstafana í tónlistarskólanum. Kórstarf og forskóli verða ekki í boði fyrir jól, tónfræðitímum verður fækkað, einnig meðleiks- og samspilstímum og kennslutími „öldunga" verður skertur. Það sem mun þó líklega vekja mesta óánægju er að nemendur í fyrsta stigi fá ekki meira en 40 mínútur á viku, eða 2×20 mínútur í stað 2×30 mínútur áður. Ef einhverjir þessara nemenda ljúka 1. stiginu á haustönninni verður reynt að lengja tímana á vorönn ef þess er nokkur kostur.

Vonandi taka foreldrar og nemendur þessum ráðstöfunum með skilningi, enda eru þær gerðar einungis vegna þess að aðrir kostir eru enn verri.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is