Vegna niðurskurðar fjárveitinga Ísafjarðarbæjar til tónlistarkennslu hefur verið gripið til ýmissa sparnaðarráðstafana í tónlistarskólanum. Kórstarf og forskóli verða ekki í boði fyrir jól, tónfræðitímum verður fækkað, einnig meðleiks- og samspilstímum og kennslutími „öldunga" verður skertur. Það sem mun þó líklega vekja mesta óánægju er að nemendur í fyrsta stigi fá ekki meira en 40 mínútur á viku, eða 2×20 mínútur í stað 2×30 mínútur áður. Ef einhverjir þessara nemenda ljúka 1. stiginu á haustönninni verður reynt að lengja tímana á vorönn ef þess er nokkur kostur.

Vonandi taka foreldrar og nemendur þessum ráðstöfunum með skilningi, enda eru þær gerðar einungis vegna þess að aðrir kostir eru enn verri.