Það er mikið ánægjuefni að Sinfóníuhljómsveit Íslands skuli ætla að heimsækja Ísafjörð nú á Veturnóttum en nær 8 ár eru liðin síðan hélt hér síðast tónleika. Það var í janúar 2008 sem hún kom í tilefni af 60 ára afmæli skólans og Tónlistarfélags Ísafjarðar, hélt glæsilega tónleika fyrir öll börn á svæðinu og kvöldtónleika fyrir troðfullu íþróttahúsinu. Dagskráin var mjög tengd Ísafirði, ísfirskur einleikari (Anna Áslaug Ragnarsdóttir) og ísfirskur einsöngvari (Ingunn Ósk Sturludóttir) , tónverk eftir ísfirsku tónskáldin Jónas Tómasson og Hjálmar H. Ragnarsdóttir og stærsta verkið á efnisskránni var flutt í samvinnu við Hátíðakór Tónlistarskóla Ísafjarðar sem þá var skipaður um 120 einstaklingum undir stjórn Beötu Joó.
Á efnisskránni að þessu sinni er hinn undurfagri klarinettkonsert Mozarts, hin glæsilega 4.sinfónía Tsjaíkovskýs og nýlegt verk eftir stjórnandann, Daníel Bjarnason, en hann er Ísfirðingum að góðu kunnur gegnum tengsl sín við hátíðina Við Djúpið.
Þá verður músíkmúsin vinsæla, Maxímus Músíkus, með í för og kynnir hljómsveitina á tónleikum í Íþróttahúsinu kl. 13, en kvöldtónleikarnir hefjast kl. 20. AÐGANGUR ER ÓKEYPIS.
Vonandi fjölmenna nemendur skólans og forráðamenn og aðrir Ísfirðingar á þessa tónleika, því að víst er að Sinfónían okkar er hér ekki á hverjum degi.
Myndin var tekin á tónleikum Sinfóníuhljóimsveitar Íslands og Hátíðakórs TÍ Íþróttahúsinu Torfnesi 24.janúar 2008.