Nemendur Tónlistarskóla Ísafjarðar fóru sannkallaða sigurför í píanókeppni Íslandsdeildar EPTA, Evrópusambands píanókennara, sem haldin hefur verið í Salnum í Kópavogi síðustu viku, Sjö nemendur skólans tóku þátt í 3 flokkum og stóðu ig öll afburða vel og vakti þessa mikla þátttaka úr okkar litla skóla og frábær frammistaða þeirra verðskuldaða athygli.
Þrír nemendur komust í fimm manna úrslit 18 ára og eldri og er skemmst frá því að segja að þau komu, sáu og sigruðu. Sigurvegarinn í þessum flokkii var Mikolaj Ólafur Frach, nemandi Iwonu Frach en í 3.sæti var Pétur Ernir Svavarsson, nemandi Beötu Joó. Anna Anika jónína Guðmundsdóttir, einnig nemandi Beötu Joó, var í 4.sæti. Þeir Mikolaj og Pétur eru báðir 15 ára gamlir og nemendur í 10.bekk Grunnskólans á Ísafirði.
Aðstandendur skólans eru yfir sig stoltir af þessum úrslitum og óska þeim og ekki síður kennurunun til hamingju með glæsilegan árangur. Ljóst er að hlutur kennaranna er afgerandi,þáttur því metnaður þeirra fyrir hönd nemendanna er óbilandi og ósérhlífn þeirra gífurleg. Nemendurnir hafa einnig lagt afar hart að sér, því að mikil vinna og sjálfsagi liggur að baki slíkum árangri. Ekki má heldur gleyma foreldrum nemendanna sem hafa staðið að baki börnum sínum og stutt þau með ráðum og dáð síðustu vikurnar.
iÞað hlýtur að vekja sérstaka athygli að þeir fimm nemendur sem komust í úrslit í þessum flokki, þar sem fyrst og fremst eru nemendur á framhaldsstigi, skuli öll vera af landsbyggðinni, Ísafirði, Akureyri og Borgarfirði. EPTA-keppnin er eina tónlistarkeppnin fyrir nemendur í klassískri tónlist á Íslandi og má því líta á þá sem ar komast í úrslit sem eins konar "Íslandsmeistara" í sinni íþrótt.
Á meðf. mynd eru þeir Mikolaj og Pétur að lokinni verðlaunaafhendingunni í dag, sunnudag. Hún fór fram í Salnum í Kópavogi að viðstöddum menntamálaráðherra og mörgu helstu forystumönnum í íslensku tónlistarlífi.