Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri sem verið hefur í leyfi frá störfum frá því í september 2013, fyrst í námsleyfi en síðar í veikindaleyfi, er nú komin aftur til starfa. Ingunn Ósk Sturludóttir sem leysti hana af í leyfinu, er því aftur komin í sitt fyrra starf sem söngkennari skólans. Skólinn er Ingunni afar þakklátur fyrir framlag hennar á þessum langa tíma, sem að ýmsu leyti var erfiður, ekki síst nú á haustönninni vegna verkfalls tónlistarkennara sem stóð í 5 vikur.