Schubertmessa í Ísafjarðarkirkju

12. maí 2010 | Fréttir

Á morgun, uppstigningardag 13. maí kl. 16:00,  flytur Kammerkórinn á Ísafirði ásamt 5 manna strengjasveit Messu í G-dúr eftir Schubert í Ísafjarðarkirkju ásamt einsöngvurunum Ingu Backmann sópran, Þorgeiri Andréssyni tenór og Sigurði Skagfjörð Steingrímssyni bassa. Í upphafi tónleikanna munu þær Guðrún Jónsdóttir sópran og Ingunn Ósk Sturludóttir mezzo-sópran flytja nokkra kafla úr Stabat Mater eftir Pergolesi ásamt strengjasveitinni. Tónleikar þessir eru til heiðurs Kvenfélagi Ísafjarðarkirkju sem er 50 ára um þessar mundir og ennfremur Ísafjarðarkirkju sem á 15 ára vígsluafmæli sem þakklætisvott fyrir æfingaaðstöðu. Stjórnandi Kammerkórsins er Guðrún Jónsdóttir og hljómsveitarstjóri er Janusz Frach. Aðgangur á tónleikana er ókeypis.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur