Píanónemendur TÍ áberandi í píanókeppni

28. október 2015 | Fréttir

Píanónemendur Tónlistarskóla Ísafjarðar verða sannarlega áberandi í EPTA-píanókeppninni sm fram fer í Salnum í Kópavogi dagana 3.-8.nóvember nk.

EPTA-keppnn er haldin 3ja hvert ár á vegum Íslandsdeildar Evrópusambands píanókennara og er eina reglulega tónlistarkeppnin sem haldin er reglulega á Íslandi. Keppnin er nú haldin í 6.sinn og nýtur mikillar virðingar í tónlistarlífinu fyrir vandaðan undirbúning og framkvæmd. Dómnefndin er skipuð 4 íslenskum píanóleikurum úr fremstu röð auk formannsins sem er hinn virti þýsk/franski píanóleikari Herbert Koch. Keppt er í 4 aldursflokkum: 10 ára og yngri, 14 ára og yngri, 18 ára og yngri  og 25 ára og yngri. . Ísfirðingar taka þátt í þremur yngri flokkunum og ´það hlýtur að vekja sérstaka athygli að í flokknum 18 ára og yngri eru aðeins sjö keppendur, þar af þrír frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Á myndinni má sjá ísfirsku EPTA-keppendurna ásamt kennurum sínu frá vinstri:
Beáta Joó, Þuríður K. Þorsteinsdóttir, Anna A.J. Guðmundsdóttir, Rebekka Skarphéðinsdóttir, Matilda H. Mäekalle, Pétur E. Svavarsson, Mikolaf Frach, Ásdís H. Guðmundsdóttir og Iwona Frach.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur