ORGELKRAKKAHÁTÍÐ í Ísafjarðarkirkju 15. og 16. september

6. september 2022 | Fréttir

ORGELKRAKKAHÁTÍÐ verður haldin í Ísafjarðarkirkju 15. og 16. september

DAGSKRÁ
15. september
Kl. 15:30: Orgelkrakkavinnusmiðja í safnaðarheimili. Orgelspunasmiðja í kirkju.
Í orgelkrakkavinnusmiðju setja börn saman lítið pípuorgel frá grunni og leika á það í lok stundar.
Orgelspunasmiðja er vinnusmiðja fyrir börn þar sem þau fá að semja tónlistarævintýri á orgel Ísafjarðarkirkju. Hentar stórum og smáum hvort sem þau kunna á hljóðfæri eða ekki.
Skráning í smiðjur með tölvupósti á netfangið orgelkrakkar@gmail.com
Kl. 16:30: Orgelspunasmiðja í kirkju. Orgelkrakkavinnusmiðja í safnaðarheimili.
Skráning með tölvupósti á orgelkrakkar@gmail.com
16. september
Kl. 16:30: Orgeltónleikar fyrir alla fjölskylduna. Leikin verða frægustu orgelverk sögunnar ásamt þekktum lögum úr kvikmyndum og Eurovision slagarar.
Kynnir: Bergþór Pálsson
Ókeypis er á orgelhátíðina og allir eru velkomnir, stórir sem smáir.
Fyrir utan auglýsta dagskrá er yngsta stigi grunnskóla á norðanverðum Vestfjörðum boðið á sýningar á tónlistarævintýrinu Lítil saga úr orgelhúsi á skólatíma.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur