Opið hús og áskriftartónleikar

29. október 2019 | Fréttir

Opið hús var í Tónlistarskólanum nú á laugardaginn s.l og var hann vel sóttur. Nemendur spiluðu, teikningar og tónlist skipuðu stóran sess og loks var stórmyndin the Boat sýnd við undirspil nemenda og kennara skólans. Við þökkum öllum sem lögðu leið sína í skólann fyrir komuna og vonum að þeir hafi notið dagskrár Veturnátta.

Þann 1. nóvember n.k. verða 2. áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar en þar munu Sveinn Dúa Hjörleifsson og Bjarni Frímann Bjarnason flytja stórvirki íslenskra sönglaga í bland við ástúðlegar þýskar tónbókmenntir og bera tónleikarnir heitið „Heimstenór og tónlistarsení“.

Miðaverð er 3000 kr., en 2000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja.
Aðgangur ókeypis er fyrir skólafólk 20 ára og yngra.

Miðar á tónleikana verða seldir við inngang

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is