Opið hús laugardaginn 22. október

19. október 2016 | Fréttir

Í tilefni Veturnátta verður Tónlistarskóli Ísafjarðar með opið hús laugardaginn 22. október. Hér er að finna dagskrána sem ber yfirskriftina Spilum saman!

12:00  Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar leikur í Neista (Samkaup).

13:00 Fjörið færist í húsnæði Tónlistarskólans að Austurvegi 11 og hver veit nema tekið verði á móti gestum með lúðrablæstri af svölum hússins. Það fer eftir veðri og hvernig vindar blása.

13:00-13:25. Skólalúðrasveit leikur fyrir gesti í Hömrum

13:30-14:15: Kennarar annast dagskrá í stofum skólans en þar geta gestir m.a. prófað hin ýmsu hljóðfæri, hlustað á nemendur leika á örtónleikum og leikið sjálfir af fingrum fram.

13:45-14:45  Viltu spila í hljómsveit? Jóngunnar og Jón Mar spila með gestum og gangandi. Allir eru velkomnir að kíkja við og prófa trommur, gítar, bassa eða hljómborðið. Svo er líka hægt að skella sér á tamborínu eða bara klappa með.

14:15-14:45: Hljóðsetning/tónsetning kvikmyndar í Saumastofu. Kennarar og gestir opna hússins spinna kvikmyndatónlist við atriði úr Tomma og Jenna.

14:45-15:15: Singalong í Hömrum. Sungið af hjartans lyst við undirleik kennarabandsins.

15:15: Miðsveit Tónlistarskóla Ísafjarðar endar dagskrána á lúðrablæstri.

Ath. að tímasetningar verða mögulega ekki alveg hárnákvæmar á einstökum dagskrárliðum.

Við hlökkum til þess að sjá ykkur!

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is