Önundur í leyfi – nýr kennari tekur við tímabundið

16. mars 2011 | Fréttir

Trommukennari skólans,  Önundur Hafsteinn Pálsson, er að fara í launalaust leyfi í nokkrar vikur, nánar tiltekið frá næstu viku fram í  byrjun maí. Hann mun þó kenna nokkrum af lengst komnu nemendunum áfram í samráði við þá.
Tekist hefur að finna staðgengil fyrir Önund, Stefán Pétur Viðarsson, 33 ára gamall Reykvíkingur, en býr nú í Bolungarvík. Stefán stundaði trommunám í Tónlistarskóla FÍH hjá Matthíasi Hemstock, sem einnig kenndi Önundi, sem ætti að létta umskiptin hjá nemendunum.