Öflugt tónleikahald Tónlistarskóla Ísafjarðar

12. maí 2010 | Fréttir

Tónlistarskóli Ísafjarðar stendur fyrir 14 tónleikum nú í maímánuði og hófst vortónleikaröð skólans í síðustu viku með VORÞYT lúðrasveitanna og VORÓMUM eldri nemenda. Nú er röðin komin að hinum hefðbundnu vortónleikum hljóðfæranema á öllm stigum sem eru fimm talsins hér á Ísafirði,  Fyrstu tónleikarnir  eru í Hömrum í kvöld, miðvikudagskvöldið 12. maí, kl. 19:30 og síðan verða þeir næstu á föstudagskvöld kl. 19:30, þriðju tónleikarnir verða á sunnudag kl. 17:00, og svo eru tónleikar á mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 19:30 báða dagana. Tónleikar söngnema verða síðan áá sama tíma miðvikudagskvölið 19.maí. Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg, allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is