Nýr trommukennari

12. janúar 2010 | Fréttir

Daði Már Guðmundsson, ungur trommuleikari, sem stundar trommunám við Tónlistarskóla Ísafjarðar meðfram námi við Menntaskólann á Ísafirði, ætlar að taka að sér nokkra nemendur í trommuleik til vors. Áhugi á trommunámi hefur aukist gífurlega ásókn í síðustu árin og hefur Önundur Pálsson, sem hefur annast trommukennsluna við skólann, óskað eftir að starfshlutfall hans verði minnkað – einnig vegna anna við upptökur í hljóðstúdíói hans, Tankinum.

Var því brugðið á það ráð að fá Daða til að kenna nokkrum stytzt komnu nemendunum til vors og mun hann njóta leiðsagnar Önundar við kennsluna. Daði er hjartanlega boðinn velkominn til starfa.