Nýr trommukennari ráðinn

4. október 2012 | Fréttir

 Nýr trommukennari hefur nú loks verið ráðinn við skólann í stað Önundar Pálssonar sem hætti í haust. Það er 

Haraldur Ringsted Steingrímsson sem er búsettur í Bolungarvík en starfar hjá tölvufyrirtækinu Særaf á Ísafirði. Haraldur er þaulreyndur tónlistarmaður og hefur spilað með fjöldamörgum hljómsveitum víðs vegar að á landinu,  m. a. í pönkhljómsveitinni Rotþróin, INRI, Niður, Grjóthrun í Hólshreppi. Þá hefur hann fengist við leikhústónlist með áhugaleikfélaginu Hugleikur. Haraldur hefur einnig getið sér gott orð sem hljóðmaður og stjórnað upptökum í hljóðveri fyrir aðrar hljómsveitir (t.d. Brain Police, Múm, Mínus, ofl).

Tónlistarskóli Ísafjarðar býður Harald innilega velkominn til starfa við skólann og hugsar gott til samstarfs við þennan hæfileikaríka tónistarmann.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is