Nýr trommukennari hefur nú loks verið ráðinn við skólann í stað Önundar Pálssonar sem hætti í haust. Það er
Haraldur Ringsted Steingrímsson sem er búsettur í Bolungarvík en starfar hjá tölvufyrirtækinu Særaf á Ísafirði. Haraldur er þaulreyndur tónlistarmaður og hefur spilað með fjöldamörgum hljómsveitum víðs vegar að á landinu, m. a. í pönkhljómsveitinni Rotþróin, INRI, Niður, Grjóthrun í Hólshreppi. Þá hefur hann fengist við leikhústónlist með áhugaleikfélaginu Hugleikur. Haraldur hefur einnig getið sér gott orð sem hljóðmaður og stjórnað upptökum í hljóðveri fyrir aðrar hljómsveitir (t.d. Brain Police, Múm, Mínus, ofl).
Tónlistarskóli Ísafjarðar býður Harald innilega velkominn til starfa við skólann og hugsar gott til samstarfs við þennan hæfileikaríka tónistarmann.