Nýr kennari til starfa við skólann

12. september 2016 | Fréttir


Jón Gunnar Biering Margeirsson gítarleikari er nýráðinn kennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Hann mun stjórna útibúi skólans á Þingeyri og sjá þar um alla tónlistarkennslu. Hann tekur við keflinu af Tuuli Rähni sem hefur verið deildarstjóri á Þingeyri undanfarin ár en tók nú nýverið við organistastöðu við Ísafjarðarkirkju.   Auk þess að sjá um útibúið á Þingeyri mun Jón Gunnar einnig sinna fræðakennslu við Tónlistarkólann á Ísafirði og sjá um skapandi tónlistarmiðlun. Skapandi tónlistarmiðlun byggist á þjálfun í hljóðfæraleik og/eða söng, hvort sem er með hryntónlist eða sígilda og samtímatónlist sem viðfangsefni, og er skipulagt þannig að það nýtist vel þeim sem áhuga hafa á að nýta sér tónlistina til miðlunar og sköpunar.  Jón Gunnar er reynslumikill tónlistarmaður og kennari sem sinnt hefur kennslu víða á höfuðborgarsvæðinu m.a. við Listaskóla Mosfellsbæjar og LHÍ. Við fögnum því að fá Jón Gunnar til starfa, hlökkum til samstarfsins og bjóðum hann hjartanlega velkominn í hóp starfsmanna.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur