Nýr gítarkennari tekur til starfa við Tónlistarskóla Ísafjarðar

19. ágúst 2016 | Fréttir

Gítarleikarinn Christine Gebs hefur nú í haust störf við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Hún tekur við keflinu af Sigurði Friðrik Lúðvíkssyni en hann stýrði gítardeild skólans um árabil af miklum myndarbrag en er nú fluttur til Búlgaríu. Christine er norsk og er menntuð í klassískum gítarleik. Hún kemur reglulega fram á tónleikum og hefur reynslu af kennslu byrjenda sem og lengra kominna nemenda. Christine hefur stýrt hinum ýmsu samspilshópum sem hafa fengist við tónlist á fjölbreyttu sviði, sbr. klassík, rokk og samtímatónlist. Christine er nýflutt til Ísafjarðar og við fögnum því að fá hana til liðs við skólann og hlökkum til samstarfsins í vetur.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur