Nótan 2024

8. apríl 2024 | Fréttir

Nótan, uppskeruhátið tónlistarskólanna verður haldin á Akranesi laugardaginn 13. apríl. 

Nótan var fyrst haldin árið 2010 og hefur u.þ.b. annað hvert ár verið í Hörpu (Covid setti strik í reikninginn) og hitt árið hafa verið svæðistónleikar í landshlutunum. Vestfirðir og Vesturland halda nótuna í ár í Tónbergi á Akranesi laugardaginn 13. apríl kl 14.

Eins og áður fer vösk sveit frá Tónlistarskóla Ísafjarðar. Hefð er fyrir því að Nótan hefjist með Nótutóni, lúðrakalli sem Tryggvi M. Baldvinsson samdi fyrir hátíðina. Að þessu sinni sjá nemendur úr Tónlistarskólanum okkar um flutninginn, Madis stjórnar og leikur einnig með.

Aðgangur að Nótunni er ókeypis.

Nótuviðburður á fb er hér.

.