Nótan 2019

8. apríl 2019 | Fréttir

Lokahátíð Nótunnar 2019 fór fram laugardaginn 6. apríl í Hofi á Akureyri, en þar voru flutt 24 atriði sem áður höfðu verið valin til þátttöku á lokahátíðinni á Svæðistónleikum Nótunnar víðsvegar um landið.

Nemendur Tónlistarskóla Ísafjarðar voru meðal fulltrúa Vestfjarða og Vesturland og fengu tækifæri til þess að stíga á sviðið í Hofi en þetta er í fyrsta skipti sem lokatónleikar Nótunnar eru haldnir utan Reykjavíkur.

Sigríður Erla Magnúsdóttir lék frumsamið verk á tónleikunum, prelúdíu sem hún útsetti sérstaklega fyrir Nótuna og þær Marianna Glodkowska, Heiður Hallgrímsdóttir og Matilda Harriet Mäekalle léku Spörfuglinn eftir William Gillock fjórhent á píanó. Þær stóðu sig allar frábærlega og Sigríður Erla var meðal þeirra sem hlutu verðlaunagrip Nótunnar 2019 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning.

Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins og er m.a. ætlað að vekja athygli á því fjölbreytta starfi sem á sér stað innan skólanna og vera hvetjandi vettvangur fyrir tónlistarnemendur.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is