Norrænir eldhugar kynntir í Hömrum

20. ágúst 2011 | Fréttir

Samnorrænn hópur á vegum samtakanna Nordplus er staddur á Ísafirði á vegum verkefnis sem norræna ráðherranefndin kom á fót. Verkefnið snýst um kynningu á hinum ýmsu eldhugaverkefnum á smærri stöðum á Norðurlöndum. Ráðstefnan hstóð yfir á Ísafirði fdagana 17.-19.ágúst og fór að mestu fram í Hömrum. Meðal þeirra vestfirsku verkefna sem hópurinn kynti sér sérstaklega að þessu sinni voru listahátíðirnar þrjár, Act Alone, Aldrei fór ég suður og Við Djúpið og sérstakar kynningar voru á Mýrarboltanum og Fossavatnsgöngunni, Elfar Logi Hannesson sagði frá tilurð Kómedíuleikhússins og hvernig gengið hefur að koma leikhúsinu á koppinn. Sigríður Ragnarsdóttir sagði frá Tónlistarskólanum, Tónlistarfélaginu og Styrktarsjóð skólans, Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða greindi frá uppbyggingu setursins, Margrét Skúladóttir og fleiri sýndu þjóðbúninga og sögðu frá starfsemi Þjóðbúningaflags Vestfjarða og fleira mætti nefna. Ráðstefnunni lauk með skoðunarferð hópsins um Flateyri og hin ýmsu verkefni sem þar eru í gangi.


Hópurinn sem stendur að verkefninu hefur nú þegar farið til þorpanna Janderup á vesturströnd Jótlands og Vágur í Færeyjum auk Íslands. Næsti fundur verður í Gloppan í Noregi í byrjun október.  Stefnt er að því að verkefninu ljúki í Danmörku á næsta ári en þá verður lögð fram skýrsla um þær upplýsingar sem komið hafa fram. Allur kostnaður við verkefnið er greiddur af Norræna ráðherraráðinu

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is