Síðast liðinn sunnudag 23. mars spiluðu þrír nemendur Rúnu Esradóttur í Disney messu sem haldin var í Ísafjarðarkirkju. Þær Salka Rosina Gallo og Margrét Rán Hauksdóttir léku saman á píanó og harmonikku lagið Let it go úr bíómyndinni Frozen og Rökkvi Freyr Arnaldsson pilaði dúett með kennaranum sínum lagið Supercalifragilisticexpialidocious úr myndinni um Mary Poppins.