Námskeið í Skapandi tónlistarmiðlun 4.-6.október

27. september 2010 | Fréttir

Námskeið í „skapandi tónlistarmiðlun“ verður haldið í Tónlistarskóla Ísafjarðar dagana 4.-6.október nk. Námskeiðið er haldið að frumkvæði Listaháskóla Íslands fyrir nemendur á fyrsta ári í tónlistardeild LHÍ, en tónlistarnemum býðst einnig að taka þátt í hluta námskeiðsins, dagana 5. og 6.október. Námskeiðinu lýkur með tónleikum að kvöldi miðvikudags 6.október.

Þátttakendur mega helst ekki vera yngri en 11 ára og geta þeir skráð sig hjá kennurum sínum eða á skrifstofu skólans og er námskeiðið ókeypis. Lögð er áhersla á vinnu með spuna og tónsmiðar á spennandi og skemmtilegan hátt þannig að bæði kennarar og nemendur hafi ánægju af og ennfremur hvernig hægt sé að vinna á áhrifamikinn hátt með hópum sem samsettir eru af þátttakendum með mismunandi þarfir og tónlistarlega getu.

Auk vinnu með spuna og tónsmíðar mun ýmislegt annað vera á boðstólum. Þar má helst nefna ýmsa rhythma-leiki og æfingar, skemmtileg lög frá ýmsum heimshornum og svo æfingar i samhæfingu líkama og tónlistar. Kennarar á námskeiðinu er Sigrún Sævarsdóttir o.fl.

Námskeiðið er opið öllum tónlistarkrökkum 11 ára og eldri og er áhugasömum sem vilja taka þátt bent á að hringja á skrifstofu skólans og láta skrá sig.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is