Nám í Raftónlist

4. september 2025 | Fréttir

Tónlistarskóli Ísafjarðar býður uppá nám í raftónlist og er kennslan 60 mínútur á viku.

Hér fá nemendur að kynnast fjölbreyttum möguleikum sem tölvan býður upp á í tónlistarsköpun. Farið er í Notkun hljóðgervla, trommuheila, tölvuforrita og hljóðvinnslutækja.

Kosturinn við raftónlistana er að hún sameinar list og tækni, opnar fyrir möguleika á fjölbreyttum starfsferil – sem tónlistarmaður, framleiðandi, hljóðhönnuður, kvikmyndatónskáld eða tæknimaður í upptökum fyrir þá sem hafa áhuga á því. Raftónlist er skapandi tæki sem gerir listamönnum kleift að búa til tónlist án hefðbundinna hljóðfæra og gefur mikið frelsi í tilraunastarfsemi.

Nemendur þurfa að eiga sína eigin tölvu. Það er hægt að sækja eingöngu um raftónlist en nemendum Tónlistarskólans gefst kostur á að sækja tíma í raftónlist sem annað hljóðfæri.

Miðað er við að nemendur séu komnir á efsta stig grunnskólans þegar þeir hefja nám í raftónlist, 13 ára og eldri. 

Nánari upplýsingar gefur Andri Pétur Þrastarson kennari í raftónlistarnáminu.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is