Músíkalskir 10.bekkingar í Hömrum

30. apríl 2012 | Fréttir

 Í vetur stunda 23 nemendur 10.bekkja grunnskólanna í Ísafjarðarbæ tónlistarnám í Tónlistarskóla Ísafjarðar á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri . Þetta er óvenju hátt hlutfall nemenda í þessum aldurshópi, en algengt er að unglingar hverfi frá tónlistarnámi um eða eftir fermingaraldur.  Margir þessara nemenda hafa auk þess náð mjög góðum árangri í tónlistarnámi, hafa lokið grunnprófi eða miðprófi og einn hefur lokið framhaldsprófi sem er einstakt fyrir svo ungan nemanda.

Á miðvikudagskvöldið kemur,  2. maí  kl. 20,  munu um 15 þessara nemenda halda sérstaka tónleika í Hömrum, sal Tónlistarskólans við Austurveg. Leikið verður á píanó, gítar, klarinett, flautu auk söngs. Efnisskráin er fjölbreytt og aðgengileg, verk eftir Bach, Bertini, Satie, Tarrega og fleiri klassísk tónskáld en einnig verður flutt djass, dægur- og kvikmyndatónlist auk frumsaminna laga eftir nemendurna. Tvö íslensk tónskáld eiga verk á efnisskránni, Sveinbjörn Sveinbjö0rnsson og Hjálmar H. Ragnarsson.

Allir eru velkomnir á tónleikana.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is