Miðsvetrartónleikarnir í næstu viku

16. febrúar 2010 | Fréttir

Dagur tónlistarskólanna er haldinn hátíðlegur um allt land í lok febrúar ár hvert. Hér á Ísafirði tíðkast að halda miðsvetrartónleika undir yfirskriftinni „Tónlistarhátíð æskunnar“ á þessum tíma og hefur samleikur nemenda þá oft verið í aðalhlutverki.

Tónleikarnir verða þrennir að þessu sinni: 

fimmtudaginn 25.febrúar kl. 19:30 – aðalæfing sama dag kl. 15.30

föstudaginn 26.febrúar kl. 19.30 – aðalæfing sdama dag kl. 15:30

sunnudaginn 28.febrúar kl. 16:00 – aðalæfing sama dag kl. 12:00. 

 

Meðf. mynd var tekin miðsvetrartónleikum í febrúar 2009.