Miðsvetrartónleikar útibús Tónlistarskóla Ísafjarðar á Flateyri verða haldnir í Grunnskóla Flateyrar á morgun miðvikudaginn 16. mars kl. 18:00.  Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð Tónlistarskóla Ísafjarðar í tengslum við Dag Tónlistarskólanna sem haldinn var hátíðlegur um land allt  þ. 26. febrúar s.l.

Á tónleikunum á morgun koma fram nemendur frá Flateyri á píanó og gítar, auk þess sem tveir nemendur frá Suðureyri bætast í hópinn.  Allir velkomnir!