Lúðrasveitir Tónlistarskóla Ísafjarðar ætla að skemmta bæjarbúum með stuttum tónleikum í Neista kl. 13:00 laugardaginn 23. október.
Fyrst leikur „stóra“ Lúðrasveitin sem skipuð er um 20 hljóðfæraleikurum á ýmsum aldri nokkur lög, þ.á.m Tequila, Marsbúa-Cha-Cha og Dónárvalsa Strauss, en síðan tekur Skólalúðrasveitin við. Hún er skipuð um 15 ungmennum á grunnskólaaldri, og á dagskrá þeirra eru ýmis létt lög.
Stjórnandi lúðrasveitanna er Madis Mäekalle. Tónleikarnir eru í boði Tónlistarskóla Ísafjarðar og framlag til menningarhátíðarinnar VETURNÁTTA, sem stendur yfir í Ísafjarðarbæ dagana 21.-24.október.