Lúðrasveitin á Aldrei fór ég suður

7. apríl 2011 | Fréttir

Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar tekur að þessu sinni þátt í tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem haldin verður á Ísafirði um páskana. Sveitin mun leika með tónlistarmanninum Mugison í tveim lögum eftir hann, og útsetur stjórnandi sveitarinnar Madis Mäekalle þau fyrir sveitina.

Lúðrasveitin hefur áður tekið þátt í hátíðinni og vakti þá gífurlega hrifningu áheyrenda – líklega 2008.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is