Lúðrasveit T.Í. heldur tónleika í Neista á fyrsta vetrardag.

14. október 2011 | Fréttir

 Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar heldur stutta tónleika í verslunarmiðstöðinni Neista á Ísafirði fyrsta vetrardag, laugardaginn 22.október,  kl. 13:00.  Á efnisskránni eru nokkur vinsæl lög, m.a. eftir Cohen, Bacharach  og Strauss. Stjórnandi sveitarinnar er Madis Mäekalle.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is