Lokun vegna COVID

24. mars 2021 | Fréttir

Kæru nemendur og forráðamenn.
Eins og öllum er kunnugt, er uppi alvarleg staða í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur tilkynnt að skólum verði lokað til 1. apríl. Tónlistarskólanum verður því lokað á morgun og föstudag. Við tökum stöðuna að loknu páskafríi.
Þetta er augljóslega þungt í skauti fyrir okkur öll. Lítum samt á björtu hliðarnar, við þekkjum veiruna og vitum hvað virkar og bólusetning er hafin á okkar viðkvæmustu hópum. Skólar  fara í páskafrí eftir tvo daga og lokanirnar koma því inn í það.
Við vonum að þið njótið páskafrísins eins og hægt er. Samstillt munum við sigrast á óværunni að lokum.
Bestu kveðjur,
Bergþór Pálsson – skólastjóri

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is