Leikur að orðum

14. maí 2025 | Fréttir

Þriðjudaginn 13. maí var hátíðsdagur því þá fórum fram tónleikarnir Leikur að orðum í Ísafjarðarkirkju. Flytjendur voru 5 ára leikskólabörn frá Tanga á Ísafirði, Tjarnarbæ á Suðureyri, Grænagarði á Flateyri og 5 ára deildinni Malir í Bolungarvík. Dagskrá tónleikana samanstóð af lögum eftir Braga Valdimar. Þar mátti heyra lög úr leikritinu um Fíu Sól ásamt lögum eins og Gordjöss, Gilligill og Orðin mín. Veg og vanda af undirbúningi tónleikanna höfðu leikskólakennarar frá Bolungarvík, Suðureyri, Flateyri og Ísafirði ásamt kennurum frá Tónlistarskólanum, þeim Rúnu Esradóttur og Ástu Kristínu Pjetursdóttur. Hljómsveitin sem spilaði með börnunum var skipuð nemendum og kennara skólans. Tónleikarnir voru liður í Barnamenningarhátíð. Myndirnar tók Haukur Sigurðsson.

Leikskólabörnin streyma í hús

TÍ og 5 ára nemendur í Ísafjarðarkirkju.

Skólastjóri býður fólk velkomið

Skólastjóri býður fólk velkomið

Sungið af mikilli innlifun

Allir einbeittir.

Spegill

Madis með Kára og Kötlu Rut

Adrian, Jökull og Katrín Lísa

Rúna

Ásta Kristín

Leikskólabörn, hljómsveit og stjórnendur

Leikskólakennararnir

Fjölmenni mætti á tónleikana

Guðrún María og Nína

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur