Laufabrauðsdagur Styrktarsjóðs Tónlistarskólans

23. nóvember 2011 | Fréttir

Á laugardaginn kemur, 26.nóvember, er hinn árlegi laufabrauðsdagur Styrktarsjóðs Tónlistarskóla Ísafjarðar. Þann daginn verða skornar og steiktar nokkur hundruð laufabrauðskökur til að selja á Jólatorgsölu sjóðsins sem verður 3.desember á Silfurtorgi og leitað er til nemenda skólans, forráðamanna þeirra og annarra velunnara um laufabrauðsskurð og  –steikingu.

Laufabrauðsframleiðslan fer fram í mötuneyti Menntaskólans á Torfnesi og hefst um tíuleytið á laugardagsmorgun. Upplagt er að líta inn í klukkutíma!

Skemmtileg stemmning skapast oft á þessum degi sem er eins konar undanfari aðventunnar og tilvalið fyrir fjölskylduna að hefja jólaundirn-búninginn með því að koma saman og skera þetta fallega íslenska jólabrauð.

Hafið með ykkur lítinn hníf (vasahníf eða annað ámóta) og gjarnan skurðarbretti.

Einnig vantar aðstoð við að steikja brauðið og ef einhverjir eru tilbúnir til þess, vinsamlegast látið þá undirritaða vita í síma 456 3925 eða á netfangið sigridur@tonis.is