Kórtónleikar Tónlistarskólans á Fjórðungssjúkrahúsinu og á Hlíf

14. október 2011 | Fréttir

 Barnakór og Skólakór Tónlistarskóla Ísafjarðar halda tvenna stutta tónleika föstudaginn 21.október. Fyrri tónleikarnir eru á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði kl. 11:40 og þeir síðari á Hlíf, Torfnesi kl. 12.15. Á dagskránni eru einkum lög tengd hausti og vetri eins og viðeigandi er í vetrarbyrjun. Stjórnandi kóranna er Bjarney ingibjörg Gunnlaugsdóttir og meðleikari á píanó er Hulda Bragadóttir.