Kórastarf Tónlistarskóla Ísafjarðar

29. ágúst 2016 | Fréttir

Kórastarf Tónlistarskóla Ísafjarðar er að fara af stað og hefjast æfingar í næstu viku. Þrír barnakórar verða í vetur líkt og síðustu ár: Barnakór 1.-2.bekkjar, barnakór 3.-4.bekkjar og Skólakór eldri nemenda. Barnakórarnir eru starfræktir í nánu samstarfi við Grunnskólann á Ísafirði og sækja nemendur kóræfingar einu sinni í viku á skólatíma í frístund, en Skólakórinn æfir tvisvar í viku.
Kór 1-2 bekkjar æfir á fimmtudögum kl.11.00 til 12.00 og kór 3-4 bekkjar æfir á þriðjudögum milli 11.00 og 12.00
Æfingar Skólakórs eru fyrirhugaðar á mánudögum og fimmtudögum.
Kórstjóri er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir sem tekur aftur við kórstjórninni af Dagnýju Arnalds. Áhugasömum er bent á að skráningar í kórana fara fram á skrifstofu tónlistarskólans í síma 4508340.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is