Kórarnir byrjaðir að æfa

12. janúar 2010 | Fréttir

 Kórastarfið í Tónlistarskólanum er byrjað aftur – barnakór og stúlknakór – og byrjuðu æfingar á mánudaginn var.

Barnakórinn (2.-5. bekkur) æfir á mánudögum og miðvikudögum kl. 15:00-16:00 en æfingar Stúlknakórsins (6.-10. bekkur) eru á mánudögum kl. 16:00-17:00 og á fimmtudögum kl. 16:30-17:30 (getur breyst)
Áhugasamir geta skráð sig á skrifstofu T.Í. kl. 10:00 og 15:30 alla virka daga – sími 456 3925.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is