Kóradagur í Hömrum

2. nóvember 2013 | Fréttir

Sunnudaginn 3. nóvember kl. 16 :00 halda Barnakór Tónlistarskóla Ísafjarðar, kór 5.-7. bekkja Grunnskólans á Ísafirði og Skólakórinn sameiginlega tónleika í Hömrum. Þar munu þau syngja lög sem þau hafa æft nú á haustdögum.  Skemmtilegt er að geta þess að Skólakórinn frumflytur útsetningu Halldórs Smárasonar, fyrrum nemanda skólans, á lagi Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar, Kvæðið um fuglana.  Allir eru kórarnir undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur og leikur Hulda Bragadóttir með á píanó.  Allir velkomnir!