Kómedíuleikhúsið flytur inn

3. október 2012 | Fréttir

Þessa dagana er Kómedíuleikhúsið að flytja inn í Tónlistarskólahúsið við Austurveg, nánar tiltekið í rými í kjallaranum þar sem áður var skólaeldhús og borðstofa Gagnfræðaskólans á Ísafirði og enn síðar smíðastofa Grunnskólans. Þarna stigu því margir Ísfirðingar sín fyrstu skref á matarlistarbrautinni. Síðustu árin hefur þetta rými staðið autt þótt ýmsar skemmtilegar hugmyndir hafi komi fram um nýtingu þess. Kómedíuleikhúsið hefur undanfarin tvö ár haft aðsetur í  Listakaupstað í Norðurtangahúsinu en missti þá aðstöðu nýverið. Allar líkur eru á að fleiri aðilar úr Listakaupstað fái aðstöðu í ónotuðu rými í kjallara Tónlistarskólans. Tónlistarskólinn býður Kómedíuna og aðra listamenn velkomna í húsið og hlakkar til samstarfsins við þetta metnaðarfulla og duglega fólk.

 

Kómedíuleikhúsið hefur reyndar verið góðkunningi Tónlistarskólans allt frá stofnun þess, og fyrstu tvö árin sem leiklistarhátíðin Act Alone fór fram voru Hamrar aðalsýningarstaður hátíðarinnar.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is