Kennsla hefst að nýju að loknu verkfalli.

25. nóvember 2014 | Fréttir

Ágætu nemendur foreldrar og forráðamenn!

Síðastliðna nótt var skrifað undir samninga milli Félags tónlistarkennara og samninganefndar Sveitarfélaga.
Verkfall tónlistarskólakennara hefur nú staðið yfir í tæplega 5 vikur og er það því mikið gleðiefni að samningar hafi tekist.
Kennsla hefst því aftur í Tónlistarskóla Ísafjarðar í dag þriðjudaginn 25. nóvember.

Ég mun senda nánari upplýsingar um starf skólans fram að jólum að loknum kennarafundi sem verður á morgun.

Við hlökkum til að fá okkar frábæra starfsfólk til starfa að nýju að ekki sé talað um að hitta nemendur og heyra húsið fyllast lífi, sál og TÓNLIST að nýju.

Kær kveðja frá skólastjóra

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur