Kalli og sælgætisgerðin

5. nóvember 2018 | Fréttir

Þann 25. nóvember næstkomandi er fyrirhugað að setja á svið Kalla og sælgætisgerðina e. Charlie and the Chocolate Factory í Hömrum sal Tónlistarskóla Ísafjarðar. Tónlistaræfingar eru nú þegar hafnar og er viðburðaríkur nóvember framundan fyrir þá sem taka þátt í þessari barnaóperu eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Texti óperunnar er eftir Böðvar Guðmundsson og byggist á samnefndri sögu eftir Roald Dahl.

Sýningin er sett upp í tilefni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Ísafjarðar og Tónlistarfélags Ísafjarðar.

Sýningar verða auglýstar síðar en áhugasamir eru beðnir um að fylgjast vel með