Jólatorgsala Tónlistarskóla Ísafjarðar verður n.k. laugardag, 5. desember kl. 15:30 á Silfurtorgi.  Þar verða að venju ýmsar vörur til sölu, heitt kakó og lummur, lúðrablástur og söngur.  Þeir sem vilja gefa vörur á torgsöluna og styrkja skólann eru vinsamlegast beðnir að koma þeim í nýbyggingu Grunnskólans kl. 14 þennan dag.