Jólatorgsala Styrktarsjóðs Tónlistarskólans á Silfurtorgi á laugardag

1. desember 2010 | Fréttir

Styrktarsjóður Tónlistarskóla Ísafjarðar er hollvinasamtök sem hafa á undanförnum áratugum safnað fé til styrktar skólanum og eiga stóran hluta í því að koma skólanum í hið frábæra húsnæði sem hann býr við í dag. Einn stærsti liðurinn í fjáröflun Styrktarsjóðsins er hin árlega Jólatorgsala á Silfurtorgi sem er löngu orðin ómissandi þáttur í bæjarlífinu  á aðventunni.
Jólatorgsalan verður haldin nk.laugardag 4.des. kl. 15:00. Margs konar varningur verður þar til sölu, Lúðrasveit Tónlistarskólans leikur jólalög, Barnakór og Stúlknakór Tónlistarskólans syngja jólalög ásamt Skólakór Menntaskólans. Síðan er kveikt á jólatrénu á torginu og jólasveinar koma í heimsókn.

Að venju voru  steiktar mörg hundruð laufabrauðskökur, sem seldar verða á torginu ásamt  alls konar varningi sem velunnarar skólans gefa honum af miklu örlæti og eiga þeir innilegar þakkir skilið.   
Enn á ný er leitað til foreldra nemenda skólans og forráðamanna,  um að gefa varning á torgsöluna, tertur, smákökur, jólasælgæti, jólasíld, föndur eða annað sem fólki kann að detta í hug.
Tekið verður á móti framlögum í anddyri  nýja Grunnskólans laugard. 4. des. kl. 12:00 – 13:00

Heitt kakó, lummur og fjölbreyttur markaðsvarningur á Silfurtorgi kl. 15.00 á laugardaginn 5.des.
Jólaljós, lúðraþytur, kórsöngur, jólasveinar! Verður ekki betra – sannkölluð aðventustemming!

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is