Jólatorgsala Tónlistarskóla Ísafjarðar er ómissandi þáttur í bæjarlífinu á aðventunni og sem fyrr verður á Silfurtorgi í hjarta bæjarins alls konar varningur sem velunnarar skólans gefa honum af miklu örlæti og eiga þeir innilegar þakkir skilið.
Enn á ný leitum við til ykkar, foreldra og forráðamanna nemenda skólans og velunnara
um að gefa varning á torgsöluna, tertur, smákökur, jólasælgæti, jólasíld, föndur eða annað sem ykkur kann að detta í hug.
Tekið verður á móti framlögum í anddyri nýja Grunnskólans
laugardaginn 8. des. kl. 14:00 – 15:00
Heitt kakó, lummur og fjölbreyttur markaðsvarningur
á Silfurtorgi kl. 15.30 laugardaginn 8. desember.
Sannkölluð aðventustemming!
Ljósin tendruð á jólatrénu, lúðraþytur, kórsöngur, jólasveinar!
Jólatónleikar skólans verða á tímabilinu 10.-13. desember