Jólatónleikaröðin hefst á þriðjudag

4. desember 2009 | Fréttir

Jólatónleikar Tónlistarskóla Ísafjarðar eru fjölmargir að vanda og allir með mismunandi efnisskrá og fjölbreyttum tónlistaratriðum.

Í útibúum skólans verða tónleikarnir sem hér segir:

Á Flateyri verða tónleikar hljóðfæranema í mötuneyti Eyrarodda þriðjudaginn 8. des. kl. 19:30
Á Suðureyri verður sameiginlegt aðventukvöld kirkjukórs og jólatónleikar tónlistarnema sunnudagskvöldið 13.des. kl. 20 í Suðureyrarkirkju.
Á Þingeyri verður sameiginlegt aðventukvöld kirkjukórs og jólatónleikar tónlistarnema fimmtudagskvöldið 17.des. kl. 20 í Þingeyrarkirkju.

 

Á Ísafirði verða tónleikarnir haldnir í Hömrum sem hér segir:

Miðvikudagskv. 9. des. kl. 19:30 Jólatónleikar I Aðalæfing sama dag kl. 16
Föstudagskv. 11. des. kl. 19:30 Jólatónleikar II Aðalæfing sama dag kl. 16

Sunnudaginn 13. des. kl. 15 Jólatónleikar III Aðalæfing LAUGARDAG 12.DES.kl. 10
Sunnudaginn 13. des. kl. 17 Jólatónleikar IV Aðalæfing LAUGARDAG 12.DES.kl. 11 
Mánudagskv. 14. des. kl. 19:30 Jólatónleikar V Aðalæfing sama dag kl. 16
Þriðjudagskv. 15.des. kl. 19:30 Óformleg jólagleði öldunga í Saumastofu
Miðvikudagskv. 16.des. kl. 19:30 Jólatónleikar söngnema og öldunga

 

Nemendur þurfa á hvatningu og stuðningi að halda við undirbúning tónleika og geta foreldrar veitt slíkan stuðning með ýmsu móti, ekki síst með því að skapa nemandanum frið og tíma til æfinga.
Þá er sjálfsagt að foreldrar mæti og hlusti á tónleika og þá ekki bara á sitt barn,
heldur einnig á alla hina sem fram koma á þeim sömu tónleikum.

Athugið að litlum börnum þykir sjaldan gaman á tónleikum – geta jafnvel truflað eldri systkinisín, sem eru búin að undirbúa sig af kostgæfni.