Jólatónleikar Tónlistarskólans

18. mars 2009 | Fréttir

Jólatónleikaröð Tónlistarskóla Ísafjarðar hófst á mánudag með hinum fjölsóttu og stórglæsilegu kórtónleikum Söngvasveigur á aðventu sem haldnir voru í Ísafjarðarkirkju.

Jólatónleikar TÍ eru fjölmargir að vanda og allir með mismunandi efnisskrám og fjölbreyttum tónlistaratriðum, einleik, samleik og samsöng.

Á þriðjudagskvöld voru tónleikar í útibúi skólans Flateyri og á miðvikudagskvöld var haldið aðventukvöld í Þingeyrarkirkju með mikilli þátttöku tónlistarnema, en þar voru aðaltónleikar haustannar haldnir með miklum glæsibrag í Félagsheimilinu 24. nóvember.
Á Suðureyri verða tónleikar tónlistarnema haldnir í Suðureyrarkirkju kl. 20 næsta mánudagskvöld 15.desember.

 

Á Ísafirði verða tónleikarnir haldnir í Hömrum og verða þeir fyrstu í röðinni á fimmtudagskvöld 11.des. kl. 20. Á tónleikunum verður leikið á píanó, harmóníku, fiðlu og gítar. Þá leikur kornetttríó, blásarasextett og strengjasveit skólans.

Á föstudagskvöld verða einnig haldnir tónleikar kl. 20 en þar verður leikið á píanó, harmóníku, fiðlu, blokkflautu, gítar og trommur.
Þriðju tónleikarnir fara fram kl. 16 á laugardag og verður þá tónleikunum leikið á píanó, blokkflautu, gítar og trommur. Þrír hópar forskólabarna koma fram, einnig gítartríó og blokkflaututríó.

Tvennir tónleikar fara fram á sunnudag. Á þeim fyrri sem fara fram kl. 15 leikið á píanó,harmóníku, fiðlu, flautu, gítar og trommur. Saxófónkvintett kemur fram og Skólalúðrasveitin leikur.

Seinni tónleikarnir hefjast kl. 17 og leikið verður á píanó,harmóníku, blokkflautu, þverflautu, fiðlu, gítar og trommur. Klarinett- og kornetthópar koma fram og „Bítla“ hljómsveit skólans leikur nokkur lög. Jólatónleikunum lýkur svo á  þriðjudagskvöld kl. 20 með tónleikum söngnema og öldunga.

 

Jólatónleikar TÍ hafa verið fastur liður í aðventunni um árabil. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur